︎
PAINTINGS       SHOP       ABOUT       CONTACT

S É R P Ö N T U N
Hvernig það virkar er að málverkið er málað á vinnustofunni minni í Las Vegas þar sem ég bý, clientinn (þú) finnur útúr stærðinni og hlutföllunum af myndinni í samræmi við mig.. þ.e.a.s. þú segir mér hversu stórt verk þú vilt fá (mælir út plássið sem þú sérð fyrir þér heima fyrir ofan sófann eða eitthvað slíkt) og bendir mér á 1-2 málverk sem ég hef nú þegar málað sem þú hefur annaðhvort fallið fyrir eða værir til í eitthvað tiltölulega svipað concept svo ég fæ fíling hvernig verki þú ert að leita þér að.


Næsta skref þarf ég að samþykkja að þessi stærð og þessi hlutföll virka yfir höfuð, sum verk sem ég hef málað eru kannski 2-3 metra löng en ef fólk vill eitthvað svipað niður í 70 cm þá verð ég að skoða það hvort það sé hægt, sum verk eru detailaðri en önnur en í flestum tilfellum gengur þetta allt saman upp.

Svo væri gaman að fá að vita frá þér hvað það er við verkin mín sem þú laðast að, eru það litlu detailin eða minimaliska lita pallettan, einhverjir sérstakir litir sem þú hallast meira að og jafnvel litatónar sem þú vilt forðast, ertu hrifin af ísköldum jöklatopp, skafrennings-hraunhólum, árfarvegi eða jafnvel hlýjum hveradal með náttúrulegri þoku.

Öll verkin mín eru máluð 100% eftir minni, engin myndefni notuð.

Eftir stærðar-upplýsingarnar sendi ég á þig verðhugmynd og afhendingartímarammann, verðið er svo samþykkt og við höldum áfram með pöntunina.  Verðið og afhendingartíminn fer í raun og veru bara eftir stærðinni og hlutföllum af verkinu.

Staðfestingargjald er svo greitt, oftast er það 50% af heildarupphæð en það er hægt að semja um það.  Eftir staðfestingu skissa ég upp rough hugmynd og sendi á þig skissuna og lita-palettuna sem ég er með í huga, svo leyfi ég þér að fylgjast með ferlinu í bígerð með því að senda þér myndir af work in progress.


Ég annaðhvort kem með verkið í næstu ferð til Íslands, rúlla því upp, endurstrekki og verkið er svo sótt á vinnustofuna mína í Garðabæinn eða ég sendi það yfir til Íslands og læt strekkjarann minn strekkja það fyrir þig uppá verkstæði og verkið er sótt þangað.

TERMS AND CONDITIONS              PRIVACY POLICY               POLICIES               SUPPORT

Elli Egilsson © 2023